Ferill 604. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 907  —  604. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um ráðstöfun og nýtingu aflaheimilda.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hver var úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa skv. 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, sundurliðað eftir fiskveiðiárum tímabilið 2021/2022–2022/2023?
     2.      Hver var úthlutun skel- og rækjubóta skv. 3. mgr. 10. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, sundurliðað eftir fiskveiðiárum tímabilið 2021/2022–2022/2023? Þess er óskað að eftirfarandi þættir verði tilgreindir: skráningarnúmer, nafn skips og einkennisstafir, eigandi, heimahöfn, stærð og útgerðarflokkur viðkomandi skips, úthlutað aflamark, magn úthlutaðra skel- og rækjubóta, aflamark sem flutt hefur verið frá skipi, afli skips og landaður afli í því byggðarlagi sem tilheyrir byggðakvóta skips. Aflatölur og aflamark taki til eftirtalinna tegunda: þorsks, ýsu, ufsa, steinbíts, gullkarfa, keilu og löngu. Allar tölur skulu miðast við óslægðan afla.
     3.      Hvað var mikið af aflaheimildum í eftirfarandi nytjategundum á sl. 10 árum sem ekki var nýtt: þorski, ýsu, ufsa, steinbít, gullkarfa, keilu, löngu, djúpkarfa, litla karfa, grálúðu, sandkola, skrápflúru, skarkola, þykkvalúru/sólkola, skötusel, humri, sumargotssíld, makríl, blálöngu, hlýra, gulllaxi, úthafsrækju, rækju við Snæfellsnes, kolmunna, norsk-íslenskri síld og úthafskarfa? Óskað er eftir upplýsingum um útgefnar aflaheimildir og um magn í tonnum eftir tegundum og árum. Einnig er óskað eftir sambærilegum upplýsingum ef veitt hefur verið umfram ráðgjöf á umræddu tímabili í framangreindum nytjategundum.


Skriflegt svar óskast.